LÓA – Nýtt upphaf í íslenskum ullarvefnaði
LÓA er nýtt íslenskt ullarefni ofið úr 100% íslenskri ull, sem sameinar hefð og nútímalegt handverk. Lóan okkar boðar nýtt upphaf og einnig hlýrri tíma sem er viðeigandi fyrir efnið.
Þetta náttúrulega ullarefni er sérstaklega hannað fyrir húsgögn sem eru ætluð til langvarandi og víðtækrar notkunar, sem hentar einnig vel fyrir yfirhafnir í fatahönnun.
LÓA línan er ofin í Bretlandi í samstarfi við AW Hainsworth, 240 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem ber konunglega stimpil og er viðurkenndur birgir konungsdæmisins.
Íslenska ullin er sérstök vegna öndunareiginleika hennar og hversu temprandi hún er. Ullin býr yfir þeim eiginleikum að geta dregið í sig raka, allt að 30% af eigin þyngd. Ullin flytur því hita og raka frá líkamanum og viðheldur þægilegu hitastigi. Ull er náttúrulega eldþolin og býður upp á meiri eldvarnir en aðrar trefjar.
LÓA er fullkomin fyrir þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar vörur og gæði sem endast. Veldu LÓA fyrir húsgögn og tísku sem sameina gæði, stíl og náttúru.

LÓA – A New Era of Icelandic Wool Craftsmanship Introducing LÓA, a new Icelandic wool fabric made from 100% Icelandic wool, blending tradition with modern craftsmanship. Our bird Lóa heralds a new beginning and warmer period, symbolism perfectly suited for the fabric. This natural wool fabric is specially designed for furniture that is intended for long-lasting and extensive use, but it also works beautifully for outerwear in fashion design. The LÓA collection is woven in the UK in collaboration with AW Hainsworth, a 240-year-old family-owned company that holds the royal warrant and is an official supplier to the British monarchy. Icelandic wool is renowned for its exceptional breathability and its ability to regulate temperature. It can absorb up to 30% of its own weight in moisture, transporting heat and moisture away from the body, maintaining a comfortable temperature. Wool is also naturally fire-resistant, offering more protection than other fibers. LÓA is the perfect choice for those who value natural, sustainable products and lasting quality for furniture and fashion that combines quality, style, and nature.
Ullin – kraftaverkatrefjar náttúrunnar
Engin ull er eins! Hver sauður hefur sinn einstaka feld og sinn sjarma. Í meira en 1000 ár hefur íslenska veðráttan mótað ullina í ótrúlega náttúrulega vörn gegn óblíðum aðstæðum.
Ull af íslensku sauðfé skiptist í þel og tog. Aðeins örfá sauðfjárkyn af þeim hundruðum sem til eru í heiminum í dag eru með slíka tveggja hára uppbyggingu.
Þel íslensku ullarinnar er fínt, mjúkt og óreglulega liðað. Hárin falla því ekki þétt hvert að öðru sem gefur ullinni fyllingu. Þelið heldur í sér miklu lofti, hefur góða öndunareiginleika, einangrar vel og er létt í sér.
Tog er lengra og grófara en þelið. Það er slétt og vatnsfráhrindandi. Togið myndar verndarhjúp um þelið og ver féið fyrir vindi og veðrum. Toghárin gefa íslensku ullinni styrk og strúktúr.
Wool - Nature´s miracle fiber. Breathable and environmentally friendly Wool is naturally unique from sheep to sheep and each one has their own charm. For over a 1000 years, Icelandic weather has been a key factor in developing a protective wool, a natural shelter from tough conditions. Icelandic wool is divided into two main categories: Þel and Tog. The two-layer natural construction has remarkable insulation, breathability, and strength. Þel is the inner layer of the wool and has completely different properties than Tog. Tog is long glossy hair that is very strong, but Þel is fine, soft and matte. Þel keeps the sheep warm while Tog protects it from water. This wool property is not common among sheep in other countries, i.e. there is little difference between the two- layers. Þel of Icelandic wool is fine, soft, and irregularly crimped. The fibers don’t lie tightly together, giving the wool its natural loft. Þel traps a lot of air, provides excellent breathability, offers great insulation, and is light in weight. Tog wool is longer and coarser than Þel. It is smooth and water-resistant. Tog forms a protective layer around Þel, shielding the sheep from wind and weather. Tog fibers give Icelandic wool strength and structure.
Vottanir
Ullarbirgi okkar, Ístex, selur hágæða íslenska ull fyrir viðskiptavini sem velja náttúrulegan, sjálfbæran og umhverfisvænan lífsstíl. Íslenskir bændur hafa sterk ástríðu fyrir velferð dýra og umhverfisvænum framkvæmdum.
Ull Ístex er vottað samkvæmt OEKO-TEX Standard 100 og hefur Woolmark vottun.
Wool Certifications Our supplier Ístex is commited to offer high quality Icelandic wool to customers that choose natural, sustainable and eco-friendly living. Icelandic farming has a strong dedication to animal welfare and environmentally friendly practices. Ístex wool is OEKO-TEX Standard 100 certified and holds Woolmark certification.


LÓA fabric Factsheet:
